Ljósin tendruð á jólatrénu
29.11.2010
Ljósin tendruð á jólatrénu
Stórsveit Tónlistarskólans á Akureyri spilaði um helgina á hinum árlega viðburði "Ljósin tendruð á jólatrénu
á Ráðhústorgi". Aðsókn var góð og margar
fjölskyldur nýttu sér tækifærið til að eiga notarlega stund saman á þessum skemmtilega viðburði í góðu veðri.
Rakel Sigurðardóttir og Helga Maggý Magnúsdóttir sungu með strósveitinni undir stjórn Alberto Porro Carmona.
Stórsveitin skemmti sér konunglega sem gerði tónleikana mjög skemmtilega og spilaði hún alls sex lög. Akureyringar nutu tónleikanna.