Fara í efni

Lay Low með nemendum Tónak.

Lay Low með nemendum Tónak.

Söngkonan Lay Low kom fram á opnunarhátíð menningarhússins á dögunum en tónleikarnir voru samstarfsverkefni Tónlistarskólans á Akureyri,  Tónlistarskóla Eyjafjarðar og Menningarfélagsins Hofs.  Á tónleikunum komu fram um 80 ungir tónlistarmenn auk þekktra listamanna og söngvara af svæðinu.  Helena Eyjólfsdóttir, Helgi Þórsson og Ivalu Birna sungu m.a. með söngkonunni sem var útvarpað í beinni útsendingu á Rás 2 en að auki komu þau Lára Sóley Jóhannsdóttir, Eyþór Ingi Jónsson, Daníel Þorsteinsson, Vilhjálmur Ingi Sigurðarson og Hjörleifur Örn Jónsson fram á tónleikunum.  Um 1000 manns mættu á tónleikana og var almenn ánægja með framtakið.  Tónlistarskólinn á Akureyri þakkar Lovísu kærlega fyrir mjög ánægjulegt samstarf og óskar henni velfarnaðar á tónleikaferð sinni um norður Ameríku.