Fara í efni

Landsmót strengjanemenda

Landsmót strengjanemenda

Helgina 8.-10. október síðastliðinn var haldið hér í Tónlistarskólanum á Akureyri Landsmót Strengjanemenda.  Á mótinu voru um 270 nemendur sem æfðu saman í fjórum hljómsveitum undir stjórn ; Ásdísar Arnardóttur, Maríu Weiss, Michael Clarke og Guðmundar Óla Gunnarssonar.  Helginni lauk svo með tónleikum í Hamraborg þar sem hljómsveitirnar fluttu afrakstur æfinganna.  Mótið tókst afar vel og voru það sælir og glaðir strengjanemendur sem héldu heim á leið.  Þess ber að geta að mót sem þetta hefði verið erfitt að halda án okkar frábæra foreldrafélags í strengjadeildinni sem sáu meðal annars um að elda ofan í 350 manns alla helgina.  Myndir frá mótinu og tónleikunum er hægt að skoða hér á síðunni.