Landsmót C-sveita
Landsmót C-sveita
Síðastliðna helgi var Landsmót C-sveita haldið hér á Akureyri þar sem hópar frá 13 blásarasveitum víðs vegar um landið komu saman. Þátttakendur voru hátt í 230 sem skiptust í 3 blásarasveitahópa og æfðu ýmsa tónlistarstíla: kvikmyndatónlist, klassík og swing-jazz. Stjórnendur sveitanna voru þau Karen Sturlaugsson, Bjarni Frímann Bjarnason og Eiríkur Rafn Stefánsson.
Rauðar veðurviðvaranir sunnudagsins settu strik í reikninginn svo uppskerutónleikum mótsins var flýtt fram til laugardagskvölds. Þrátt fyrir það voru þeir hinir glæsilegustu og Hamraborg iðaði af lífi.
Eftir tónleikana var haldið stutt ball með MC Gauta áður en pakkað var niður og brunað heim á undan veðrinu.
Foreldrafélag Blásarasveita TónAk, sem stóð að skipulagningu mótsins, þakkar Tónlistarskólistarskólanum fyrir veitta aðstoð og stuðning í aðdraganda mótsins. Að auki þökkum við Menningarfélagi Akureyrar fyrir sveigjanleika, snögg og jákvæð viðbrögð við þessar óvæntu veðuraðstæður!
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá helginni