Kristján Edelstein, bæjarlistamaður Akureyrar 2022
Kristján Edelstein, bæjarlistamaður Akureyrar 2022
Á sumardaginn fyrsta var tilkynnt um hver verði næsti bæjarlistamaður Akureyrar og okkur til mikillar ánægju er það einn af kennurum okkar í Tónlistarskólanum á Akureyri, Kristján Edelstein sem hlotnast sá heiður.
Kristján Edelstein er fæddur í Freiburg, Þýskalandi þann 18. ágúst 1962 og hefur haft tónlist að aðalstarfi síðan árið 1981. Kristján stundaði klassískt nám á gítar og píanó í Tónlistarskóla Reykjavíkur og síðar rafgítarnám við Berklee College of Music í Boston. Ungur varð Kristján landskunnur gítarleikari og starfaði með þekktum hljómsveitum, auk þess að leika inn á fjölda hljómplatna fyrir þjóðþekkta tónlistarmenn. Kristján hefur sömuleiðis tekið þátt í flutningi og gerð tónlistar fyrir kvikmyndir, leikhús og sjónvarpsþætti. Síðustu árin hefur Kristján einnig séð um útsetningar, upptökur, hljóðblöndun og hljóðfæraleik á ýmsum hljómplötum, auk þess sem hann hefur sinnt tónlistarkennslu við Tónlistarskólann á Akureyri um árabil þar sem hann sinnir gítarkennslu og liðbeinir nemendum í skapandi hljóðvinnslu.
Við óskum Kristjáni innilega til hamingju með heiðurinn og vitum að hann er vel að þessu kominn.