Fara í efni

Kórskóli

Kórskóli

Nýtt söngnám hefst í október í Tónlistarskólanum á Akureyri

Nýtt söngnám hefst í október í Tónlistarskólanum á Akureyri ef næg þátttaka fæst. Þetta er kórskóli fyrir söngáhugafólk á öllum aldri. Nemendur fá þjálfun í raddbeitingu, öndun, söng og einnig verður farið í grunnþekkingu á nótnalestri. Kennsla fer fram í Hofi á miðvikudögum kl. 20:00 - 22:00 og verður Michael Clarke stjórnandi en Ívar Helgason og Tiiu Laur munu einnig koma að raddþjálfuninni. Sótt er um á tonak.is og hakað við "kór" undir "hljóðfæri".

Gjaldið fyrir veturinn er kr. 29.000