Karma Brigade í Blackbox föstudaginn 17. febrúar kl. 20.00
09.02.2023
Karma Brigade í Blackbox föstudaginn 17. febrúar kl. 20.00
Hljómsveitin Karma Brigade ætlar að stoppa við á Akureyri áður en þau halda á tónleikaferð til New York og blása til tónleika með nemendum TónAk föstudagskvöldið 17. febrúar. Með sveitinni leikur jazz/fusion hljómsveit Tónlistarskólans. Tónleikarnir verða haldnir í Black Box í Hamraborg. Búast má við miklu stuði og eru allir velkomnir á meðan húsrými leyfir.