Jólatónleikar rytmísku deildanna
03.12.2021
Jólatónleikar rytmísku deildanna
Jólatónleikar rytmísku deilda tónlistarskólans fara fram í Black box (sviðinu í Hamraborg) í Hofi þriðjudagskvöldið 7. desember kl. 20:00
Boðið verður upp á fjölbreytta dagsskrá, þar sem jólalög, popplög, jazz lög og rokk lög fá að hljóma í flutningi rytmískra hljómsveita, blásara og söngvara.
Frítt inn á meðan húspláss leyfir.
Allir fæddir 2015 og fyrr, verða að framvísa vottorði um neikvætt hraðpróf sem ekki má vera eldra en 48 klst. Nauðsynlegt er að bóka tíma í hraðpróf. Prófin þarf að taka á viðurkenndum stöðum. Heimapróf eru ekki tekin gild. Hraðprófin eru frí. Vottorð um nýlega COVID-19 sýkingu eru einnig tekin gild (vottorðið þarf að vera eldra en 14 daga en yngra en 180 daga).
Hægt er að bóka hraðpróf að Hvannavöllum eða í Strandgötu.