Jóla-sveitir í Hamraborg!
14.12.2022
Jóla-sveitir í Hamraborg!
Við Tónlistarskólann á Akureyri starfa 3 strengja- og 3 blásarasveitir með samanlagt hátt í 100 nemendur. Sveitirnar halda hvor um sig marga stórglæsilega tónleika ár hvert & ætla nú loksins slá strengjum- og lúðrum saman og halda sameiginlega jólatónleika í Hamraborg, Hofi fimmtudaginn 15.desember kl.17:00
Stjórnendur sveitanna eru: Ásdís Arnardóttir, Emil Þorri Emilsson, Eydís S. Úlfarsdóttir, Tomasz Kolosowski & Sóley Björk Einarsdóttir.
Á efnisskrá eru jólalög úr ýmsum áttum, þar á meðal nýjar útsetningar sem Sóley Björk Einarsdóttir útsetti sérstaklega handa sveitunum fyrir þetta hátíðlega tilefni.
Fjölbreyttir & skemmtilegir tónleikar fyrir alla fjölskylduna.
Ókeypis aðgangur og öll velkomin!