JazzTA tónleikar!
11.04.2011
JazzTA tónleikar!
Miðvikudaginn 13. apríl er komið að þriðju og síðustu tónleikunum í hinni svokölluðu JazzTA-röð sem er samstarfsverkefni milli
Tónlistarskólans á Akureyri og Jazzklúbbs Akureyriar. Þar koma fram Stórsveit TónAk og Matisand.
Stórsveit Tónlistarskólans á Akureyri spilar nútímatónlist byggða á klassískri tækni og nútíma
tónlistarstílum, eins og t.d Jazz og heimstónlist, með því takmarki að sýna nemendum ferska og skemmtilega nálgun á gæða
tónlistarfræðslu. Alberto Porro Carmona hefur stjórnað stórsveitinni síðustu þrjú ár við gott orðspor.
Stórsveitin er þekkt fyrir vinnu sína með snarstefjun og heldur u.þ.b 20 tónleika á ári, m.a marga tónleika í tengslum við
menningaratburði á Akureyri. Hljómsveitin fékk sérstaka viðurkenningu á Nótunni uppskeruhátíð tónlistarskóla
árið 2010 (norðurland) og ætlar að leggja land undir fót í maí næstkomandi og mun skella sér til Færaeyja til þess að spila
á tónlistarhátíð.
Matisand Jazztríó skipa gítarleikarinn Matti Tapani Saarinen, básúnuleikarinn Einar Bjarni Björnsson og trommuleikarinn Emil Þorri Emilsson.
Þeir spila frumsamin verk eftir Matta og má helst lýsa þeim sem melódískum og þungum nútímajazz.