Fara í efni

Íslenski flautukórinn á Akureyri!

Íslenski flautukórinn á Akureyri!

Laugardaginn 12. mars mun Íslenski flautukórinn halda tónleika í Hömrum kl 17:00 (Nánari upplýsingar um tónleikana má finna á heimasíðu Hofs, menningarhus.is). Flautunemendum skólans hefur verið boðið að taka þátt í tónleikunum. Daginn eftir verða svo master classar frá kl 10:00 – 12:00 fyrir grunn- mið og framhaldsstig og er sú í kennsla í boði Tónlistarskólans. Kennarar verða m.a. flautuleikarnir Áshildur Haraldsdóttir, Hallfríður Ólafsdóttir og Melkorka Ólafsdóttir. 

Einnig verður hægt að kaupa sér einkatíma. Allir flautunemendur skólans frá byrjendum til framhaldsstigs eru hvattir til þátttöku!

Petrea sér um skráningu og veitir nánari upplýsingar í síma 8460254 eða á netfanginu petrea@simnet.is.

Tónleikar flautunemenda í Tónak á framhaldsstigi verða svo haldnir í Hömrum miðvikudaginn 2. mars kl 18:00. Leikin verða verk eftir J.S. Bach. L. Berkeley, C. Chaminade, A. Caplet og G. Fauré.
Daníel Þorsteinsson leikur með á píanó.