Fara í efni

Innritun fyrir skólaárið 2011-12

Innritun fyrir skólaárið 2011-12

Núna er komið að innritun fyrir næsta skólaár og að gefnu tilefni minnum við núverandi nemendur sem hyggja á áframhaldandi nám við tónlistarskólann á Akureyri á að endurnýja innritun fyrir skólaárið 2011-2012. Allir nemendur sem vilja halda áfram námi næsta vetur

Núna er komið að innritun fyrir næsta skólaár og að gefnu tilefni minnum við núverandi nemendur sem hyggja á áframhaldandi nám við tónlistarskólann á Akureyri á að endurnýja innritun fyrir skólaárið 2011-2012. Allir nemendur sem vilja halda áfram námi næsta vetur þurfa að endurnýja umsókn ætli þeir að fá skólavist. Eingöngu verður tekið við rafrænum umsóknum á tonak.is. ATH : Ekki er tekið við innritun í síma. Endurnýja þarf skólavist fyrir 18. maí 2011. Vinsamlegast látið einnig vita ef þið hyggið ekki á áframhaldandi nám.

Aðgengi að tölvu stendur til boða á Amtsbókasafninu og í þjónustuanddyri Ráðhússins.

Ef nemandi er á biðlista á annað hljóðfæri þarf að taka fram á umsókninni hvort svo á að vera áfram.

Á síðasta ári var stofnað nemendafélag við Tónlistarskólann “Neftonak” og hefur það séð um ýmsar uppákomur í vetur, t.d. litlu jól, opið hús, menningarferð suður o.fl. og fengu félagsmenn skírteini sem jafnframt veitti afslátt á ákveðnum stöðum . Kynnið ykkur málið á neftonak.bloggar.is/. Athugið að í haust verður innheimt nemendafélagsgjald fyrir 13 ára og eldri með fyrsta greiðsluseðlinum. Þeir nemendur sem óska EKKI eftir að vera aðilar að nemendafélaginu þurfa að haka við þar til gert box á umsóknarblaðinu. Yngri nemendur geta sótt um aðild að nemendafélaginu með tölvupósti á tonak.is

Vinsamlegast kynnið ykkur svo vel viðskiptaskilmála Tónlistarskólans vegna breytinga á hljóðfæraleigusamningum.