iLo gefur út lagið Home
07.05.2021
iLo gefur út lagið Home
Einar Óli er nemandi á Skapandi Tónlist sem er að útskrifast í vor. Hann notar listamannsnafnið iLo við útgáfu á tónlist sinni, og var að senda frá sér sitt þriðja lag í vetur.
Lagið heitir Home og er lag og texti eftir iLo, sem jafnframt syngur aðalrödd og bakraddir og spilar á gítar.
Kristján Edelstein spilar á gítara og bassa, ásamt því að útsetja lagið með Einari, taka það upp og hljóðblanda
Bergur Einar spilar á trommur, og Haukur Pálmason sá um hljóðjöfnun.
iLo fékk fríðan flokk af bakraddasöngkonum, meðal annars mömmu sína Guðnýju Steingrímsdóttur, en aðrar í hópnum eru Bylgja Steingrímsdóttir, Emilía Guðrún, Harpa Steingrímsdóttir, Jónína Hildur Grímsdóttir og Svava Steingrímsdóttir.
Lagið er komið á helstu streymisveitur og hefur verið bætt við spilunarlista Tonak á Spotify.