Fara í efni

Hljóðfærakynningar

Hljóðfærakynningar

Langar þig að prófa blásturshljóðfæri?

Blásaradeild Tónlistarskólans á Akureyri býður öllum sem vilja að prófa blásturshljóðfæri miðvikudaginn 17.maí milli klukkan 16-18 í húsnæði tónlistarskólans, þriðju hæð í Hofi.

Í blásaradeildinni er líf og fjör og komast nemendur fljótt inn í allskonar samspil og skemmtilegt félagsstarf.

Frekari upplýsingar um hljóðfærin má nálgast hér á síðu skólans en einnig má hafa samband við skrifstofu skólans.