Fara í efni

Heimsókn Lindu Chatterton 12. – 14. mars 2012

Heimsókn Lindu Chatterton 12. – 14. mars 2012

Linda Chatterton heldur master-class fyrir tréblásaranemendur mánudaginn 12. mars kl 15:30-17:30. Öllum er velkomið að koma og hlusta. Þriðjudaginn 13. mars kl 17-19 heldur Linda fyrirlestur í Hömrum. “ It sounded better at home “ eða “ Þetta tókst mikið betur heima “ er yfirskrift fyrirlesturs um viðbrögð við sviðshræðslu. Hvernig náum við tökum á sviðshræðslunni og bætum færni okkar á tónleikum. Linda mun kenna hvernig við getum búið til okkar eigin viðbragðsáætlun svo sviðsframkoma verði skemmtilegri og meira gefandi. Hún mun leiðbeina okkur um leiðir til að beina andlegri og líkamlegri orku, sem skapast við tónlistarflutning frammi fyrir áheyrendum, í réttan farveg.

Heimsókn bandaríska flautuleikarans Lindu Chatterton 12. – 14. mars 2012

 

Mánudagurinn 12. mars. Master-class fyrir tréblásturnemendur í Dynheimum kl 15:30 – 17:30. Fram koma tréblástursnemendur á mið- og framhaldsstigi en öllum nemendum skólans er velkomið að koma og hlusta.

Þriðjudaginn 13. mars kl 17:00 – 19:00 í Hömrum. Fyrirlestur og námskeið um sviðshræðslu og hvernig hægt sé að yfirvinna hana.

Öllum nemendum tónlistaskólans er boðið að koma og er hér á ferðinni kærkomið námskeið sem á erindi til allra nemenda skólans. Fyrirlesturinn fer fram á ensku.

Nokkur orð um Lindu Chatterton og fyrirlesturinn:

Linda Chatterton starfar sem flautuleikari og er kennari við Minnesota´s College of Liberal Arts. Hún hefur getið sér gott orð bæði sem flautuleikari með ótrúlegt vald á allri tónaflóru flautunnar, tækni, öndun og inntónun og sem kennari og höfundur bókarinnar “It sounded better at home” Bókin er væntanleg síðar á árinu en Linda hefur haldið námskeið um þetta efni í nokkur ár, sem hafa notið mikilla vinsælda. Hún hlaut styrk frá bandaríska mennta- og menningarmálaráðuneytinu og bandaríska sendiráðinu á Íslandi fyrir ferð sinni til Íslands. Hún mun einnig fara til Ísafjarðar og Reykjavíkur með þetta sama efni.

 

“ It sounded better at home “ eða “ Þetta tókst mikið betur heima “ er yfirskrift fyrirlesturs um viðbrögð við sviðshræðslu. Hvernig náum við tökum á sviðshræðslunni og bætum færni okkar á tónleikum. Linda mun kenna hvernig við getum búið til okkar eigin viðbragðsáætlun svo sviðsframkoma verði skemmtilegri og meira gefandi. Hún mun leiðbeina okkur um leiðir til að beina andlegri og líkamlegri orku, sem skapast við tónlistarflutning frammi fyrir áheyrendum, í réttan farveg.

Miðvikudagurinn 14. Mars kl 10:00 – 12:00 í Hömrum. Fyrirlesturinn “ It sounded  better at home” fyrir kennara.

Miðvikudagurinn 14. Mars kl 20:00 í Hömrum. Tónleikar Lindu Chatterton og Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur. Nánar á heimasíðu Hofs.

Allar nánari upplýsingar veitir Petrea Óskarsdóttir í síma 8460254 eða netfang petrea@simnet.is