Gulli Briem Groove Gang - Tónstofa á Græna hattinum
06.03.2024
Gulli Briem Groove Gang - Tónstofa á Græna hattinum
Gulli Briem hefur verið atkvæðamikill í íslensku tónlistarlífi síðastliðna áratugi. Bæði sem trommuleikari Mezzoforte sem og með eigin sólóverkefni og hljóðritanir með öðrum listamönnum. Hann hefur fengið til liðs einvala lið hljóðfæraleikara sem mun leika af fingrum fram efni sem Gulli hefur valið. Bæði ambient skotið sem og jazz og funk.
Fimmtudaginn 14. mars kl. 18:00 verður þessi hópur með tónstofu á Græna hattinum fyrir alla nemendur tónlistarskólans, þar sem þeir munu spila fyrir nemendur og ræða samspil, tækni, tilfinningu og önnur mál sem kunna að koma upp.
Kl 21:00 verða svo tónleikar á Græna hattinum með hópnum, og fá nemendur Tónlistarskólans á Akureyri 50% afslátt af miðaverði. Afsláttarkóði verður sendur öllum nemendum í tölvupósti.
Hljómsveitina Groove Gang skipa:
Gulli Briem - Trommur & Hang drum
Eyþór Gunnarsson - Hljómborð
Phil Doyle - Sax & EWI
Róbert Þórhallsson - Bassi
Þetta er tilvalið tækifæri fyrir nemendur að sjá topp hljóðfæraleikara í sínu nátturulega umhverfi og fræðast um leið af þeim.