GRUNNSKÓLAR HEIMSÆKJA BLÁSARASVEITIRNAR
28.05.2024
GRUNNSKÓLAR HEIMSÆKJA BLÁSARASVEITIRNAR
Þann 8. maí buðu yngri blásarasveitir Tónlistarskólans nemendum fjögurra grunnskóla á tónleika. Nemendur í 1.-4. bekk Síðuskóla, Glerárskóla, Oddeyrarskóla og Brekkuskóla komu í blíðskaparveðri labbandi, með rútum og með strætó niður í Hof, og hlýddu á vorlega, fjöruga tónleika sveitanna!
Það var hin besta skemmtun. Blásarakrakkarnir léku af hjartans lyst og kynntu hljóðfærin sín - og sýndu mikinn dugnað því tónleikarnir voru tvíteknir svo fleiri kæmust að. Gestirnir gáfu gott hljóð, hlustuðu af athygli, og tóku hraustlega undir með söng. Mjög dugleg börn atarna, öll saman! Öll sneru kát aftur til sinna starfa eftir tónleikana. Við þökkum nemendum og starfsfólki skólanna kærlega fyrir komuna!