Fara í efni

Grasrótartónleikar í Hofi laugardagskvöldið 25. febrúar kl. 21.

Grasrótartónleikar í Hofi laugardagskvöldið 25. febrúar kl. 21.

Hljómsveitirnar Hindurvættir, Gruesome Glory, Buxnaskjónar og Völva ætla að bjóða upp á ferskan tónflutning sem gæðir Hofi nýjum blæ. Allt frá glaðværu pönki og krefjandi tæknilegu þungarokki yfir í hægari tóna með blúsáhrifum og tilraunablæ. Týndir bræður sem vinna að skapandi tónlistarstarfi og hafa sameiginlegt sjónarmið: Að brjóta upp þann hversdagslega ramma sem svo gjarnan áreitir hlustir okkar í daglegu afþreyingamynstri.

Andstætt því sem margur heldur er gróska í grasrótarmenningu Akureyrar. Hér í bæ þrífast tónlistarmenn sem spila ekki með það fyrir augum
að sigra heiminn, heldur þróa með sér sérkenni og frumleika á eigin hátt.

Hljómsveitirnar Hindurvættir, Gruesome Glory, Buxnaskjónar og Völva  ætla að bjóða upp á ferskan tónflutning sem gæðir Hofi nýjum blæ.

Allt frá glaðværu pönki og krefjandi tæknilegu þungarokki yfir í hægari tóna með blúsáhrifum og tilraunablæ. Týndir bræður sem vinna að skapandi tónlistarstarfi og hafa sameiginlegt sjónarmið: Að brjóta upp þann hversdagslega ramma sem svo gjarnan áreitir hlustir okkar í daglegu afþreyingamynstri.

Miðaverð aðeins 500 krónur fyrir nemendur Tónlistarskólans á Akureyri. Almennt miðaverð er kr. 1000.