Fyrrverandi og núverandi nemendur tónlistarskólans í stóru hlutverki með Sinfoníuhljómsveit Norðurlands
Fyrrverandi og núverandi nemendur tónlistarskólans í stóru hlutverki með Sinfoníuhljómsveit Norðurlands
24. mars frumflutti Sinfoníuhljómsveit Norðurlands nýtt verk eftir Atla Örvarsson ásamt því að flytja tvö önnur meistaraverk. Hið dulúðlega stórvirki Scheherazade eftir Rimsky-Korsakov var flutt af stórri hátíðarhljómsveit SN, og Guðmundur Óli Gunnarsson hljómsveitarstjóri og dóttir hans, Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir sellóleikari, fluttu saman ásamt hljómsveitinni einn fallegasta sellókonsert sögunnar, sellókonsert nr. 2 eftir Dvorák.
Bæði Atli og Hrafnhildur eru fyrrverandi nemendur tónlistarskólans.
Auk Hrafnhildar, sem kom sá og sigraði í einleik sínum í Dvorák sellókonsertinum léku tveir núverandi sellónemendur með hljómsveitinni. Yngri sellónemendur komu á æfingu og hlustuðu á þetta stórkostlega verk, og í því tilefni var skellt í mynd af núverandi nemendum ásamt Hrafnhildi og kennara þeirra, Ásdísi Arnardóttur.