Fulltrúar TA stóðu sig vel á Nótunni í Hörpu
09.03.2018
Fulltrúar TA stóðu sig vel á Nótunni í Hörpu
Lokahátíð Nótunnar fór fram í Hörpu þann 4. mars síðastliðinn. Tæplega 150 nemendur fluttu tónlistaratriði á tvennum tónleikum í Eldborg og í Hörpuhorninu.
Besta atriði Nótunnar var valið Pétur Ernir Svavarsson píanóleikari frá Tónlistarskóla Ísafjarðar. Pétur flutti eigin útsetningu af Wicked Fantasía eftir Stephen Schwartz. Með Pétri lék Krstín Harpa Jónsdóttir, einnig á píanó.
Fulltrúar okkar frá Tónlistarskólanum á Akureyri voru Eysteinn Ísidór Ólafsson píanóleikari, og flautukór undir stjórn Petreu Óskarsdóttur flautukennara. Fulltrúar okkar stóðu sig afskaplega vel og erum við mjög stolt af þeim.