Fara í efni

Framhaldsprófstónleikar

Framhaldsprófstónleikar

Á næstunni munu hvorki fleiri né færri en sex nemendur halda framhaldsprófstónleika hjá okkur.  

 

Þann 16. maí, fimmtudag, kl 18:00 verða framhaldsprófstónleikar Rósu Maríu Stefánsdóttur í klassískum söng haldnir í Hömrum í Hofi. 
Meðleikari: Daníel Þorsteinsson á píanó

Á efnisskránni eru fjölbreytt og spennandi verk, einsöngsverk, dúettar og samsöngsverk, eftir marga meistara, frá hinum ýmsu tímabilum tónlistarsögunnar, sem dæmi verk eftir Bernstein, Händel, Schubert, Strauss o.fl. Jafnramt íslensk sönglög eftir Jórunni Viðar og Sigvalda Kaldalóns. Auk þess mun Rósa María flytja verk eftir Daníel Þorsteinsson meðleikara, og frumflytja verk eftir  Michael Jón Clarke , söngkennara.

 

 

Lilja Gísladóttir

Laugardaginn 18. maí kl. 16:00 mun Lilja Gísladóttir, mezzó-sópran halda sína framhaldspófstónleika í Akureyrarkirkju.  Meðleikarar eru Daníel Þorsteinsson á píanó og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir á harmóníum og orgel.

Jafnframt koma fram Kór Akureyrarkirkju og Kór Möðruvallaklausturssóknar.

Frumflutt verður verkið Við Eyjafjörð eftir Michael Jón Clarke við ljóð eftir Hjört Gíslason.

Hrund

Sunnudaginn 19. maí kl. 14:00 verða framhaldsprófstónleikar Hrundar Óskarsdóttur píanóleikara í Hömrum í Hofi.

Flutt verða verk eftir Chopin, Haydn, Hafliða Hallgrímsson og Gaubert, ásamt fleirum. Dagskráin er fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Meðleikari er Lilja Björg Geirsdóttir, flautuleikari. 

Soffía Pétursdóttir

 

 

 

Rún Árnadóttir

Framhaldsprófstónleikar Rúnar Árnadóttur sellóleikara fara fram í Hömrum Hofi, sunnudaginn 19. maí kl 18:00. Flutt verða verk eftir Jórunni Viðar, Beethoven, Bach, Vivaldi, Debussy og Radiohead. Tónlistin er fjölbreytt og kemur frá hinum ýmsu tímabilum svo að allir ættu að finna eitthvað sér við hæfi.

Meðleikarar eru Helga María Guðmundsdóttir sem spilar tvöfaldan sellókonsert með Rún ásamt strengjasveit, Þórhildur Hólmgeirsdóttir og Risto Laur.
Kvartettinn skipa auk Rúnar, Diljá Finnsdóttir, Jóhann Þór Bergþórsson og Sólrún Svava Kjartansdóttir.

 

Gréta