Framhaldsprófstónleikar Jóhanna Sigurðardóttir þverflauta
28.04.2014
Framhaldsprófstónleikar Jóhanna Sigurðardóttir þverflauta
Jóhanna Sigurðardóttir heldur framhaldsprófstónleika laugardaginn 3. maí kl. 15:00 í Hömrum. Jóhanna hóf nám við Tónlistarskólann á Akureyri 7 ára gömul á blokkflautu hjá Dagbjörtu Ingólfsdóttur.
Jóhanna Sigurðardóttir heldur framhaldsprófstónleika laugardaginn 3. maí kl. 15:00 í Hömrum. Jóhanna hóf nám við Tónlistarskólann á Akureyri 7 ára gömul á blokkflautu hjá Dagbjörtu Ingólfsdóttur. Stefnan var þó alltaf sett á þverflautunám. Í 11 ár hefur hún lært á þverflautu hjá Petreu Óskarsdóttur. Á tónleikunum verða flutt verk frá ýmsum tímum tónlistarsögunnar. Með Jóhönnu koma fram Þórarinn Stefánsson á píanó, Sunnar Friðjónsdóttir á þverflautu og Salka Björt Kristjánsdóttir á selló.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.