Fara í efni

Foreldravika í Tónlistarskólanum

Foreldravika í Tónlistarskólanum

FORELDRAVIKA

Tónlistarskólinn er með nemendakerfi sem heitir Viska. Allir nemendur og foreldrar/forráðamenn hafa aðgang að Visku og geta séð þar skóladagatalið 2018-19 og ýmsar upplýsingar um námið og skólastarfið. Allir nemendur og foreldrar/forráðamenn þeirra eiga nú að vera komnir með aðgangsorð inn í Visku en ef ykkur vantar aðgangsorð hafið þá samband við skrifstofu skólans.

Þessi vika, 17.-20. september verður foreldravika í Tónlistarskólanum á Akureyri. Þá langar okkur til að fá foreldra/forráðamenn með nemendum yngir en 18 ára í kennslutíma til að ræða um starf vetrarins og námið.

Í nemendakerfinu Visku er að finna markmiðasamning. Við viljum að allir nemendur sem eru í einkatímum á hljóðfæri eða söng geri grein fyrir markmiðum sínum með náminu á þar til gerðum markmiðasamningi í Visku. Fyrir kennslustund í foreldravikunni biðjum við ykkur um að skoða markmiðasamninginn í Visku og skrifa þar inn stuttan texta um hvað þú/nemandinn vill læra í vetur. Markmið samninganna er að fá fram óskir þínar/nemandans og væntingar til námsins.  

Í kennslustund foreldravikunnar verður gerður ítarlegur markmiðasamningur milli þín/nemanda og kennara þar sem kemur m.a. fram hvers konar námsmat er áætlað að framkvæma eftir önnina/veturinn, þ.e. árspróf, tónleikapróf, bókapróf eða áfangapróf. Markmiðasamningurinn er svo tekin til endurskoðunar í foreldravikunni 14.-16. janúar.