Fara í efni

Foreldravika í Tónak!

Foreldravika í Tónak!

Vikan 24.-28. jan. 2011 er foreldravika í Tónlistarskólanum. Kennsla verður óbreytt en foreldrar verða boðaðir í tíma með nemendum. Er þetta gert til að stuðla að betri samskiptum og samvinnu við heimili nemendanna og veita foreldrum/forráðamönnum meiri innsýn í tónlistarnám barna sinna. Það hefur sýnt sig að árangur er meiri þar sem nemendur fá stuðning heima fyrir.

Hljómsveitir eru með æfingar á eftirtöldum tímum og eru foreldrar velkomnir í heimsókn :)

Big Band - Miðvikud. 19:00-22:00 í Dynheimum 2. hæð.
Grunnsveit - Miðvikud. 16:00-17:30 í Dynheimum 2. hæð.
Flautukór - Þriðjud. 17:00-19:00 í Sólheimum 2. hæð.
Strengjasv. 1 - Miðvikud. 16:00-17:00 í Sólheimum 2. hæð
Strengjasv. 3 - Miðvikud. 17:00-19:00 í Sólheimum 2. hæð
Sinfóníuhljómsv. TA - Miðvikud. 16:00-18:00 í Hömrum

Svo eru einnig smærri hljómsveitir og samspil á ýmsum tímum.

Kjarnagreinakennari er Ívar Aðalsteinsson
Með Skapandi tónlistarmiðlun er Hjördís Eva Ólafsdóttir
Og um Tónæði sjá Kati Saarinen, Ármann Einarsson og Hjördís E. Ólafsdóttir