Fara í efni

Foreldravika

Foreldravika

Þá er runnin upp seinni foreldravika vetrarins. Foreldrum/forráðamönnum nemenda yngri en 18 ára er boðið að koma með í hljóðfæra/söngtíma, hljómsveitaræfingu eða tónfræðitíma.

Þá er runnin upp seinni foreldravika vetrarins. Foreldrum/forráðamönnum nemenda yngri en 18 ára er boðið að koma með í hljóðfæra/söngtíma, hljómsveitaræfingu eða tónfræðitíma. Í hljóðfæra/söngtímanum verður farið yfir kennsluáætlun frá hausti, starfið fram á vor (próf - tónleikar - frí ofl.) og tekinn púlsinn á stöðunni. Er þetta gert til að stuðla að betri samskiptum og samvinnu við heimili nemendanna og veita foreldrum/forráðamönnum meiri innsýn í tónlistarnám barna sinna.Það hefur sýnt sig að árangur verður meiri þar sem nemendur fá stuðning heima fyrir.
Vonumst til að sjá ykkur sem flest.