Fnjósk gefur út lagið Glitter Stu
Fnjósk gefur út lagið Glitter Stu
Fnjósk er listamannanafn Bjarneyar Önnu Jóhannesdóttir, en Bjarney er nemandi á fyrsta ári við skapandi tónlist hér við tónlistarskólann.
Glitter Stu er nýjasta lagið sem hún gefur út undir nafninu Fnjósk, en lagið er samið um lítinn tuskukall sem Bjarney bjó til úr efnisafgöngum í Punktinum Rósenborg.
"Stu hefur þann ótrúlega hæfileika að sjá glimmer í öllu sem hefur eitthvað glimmer í sálinni sinni, sem er hérumbil allt. Hann er eins konar skrumskæling af manneskju og því alveg eins og manneskjur hefur hann ekki hugmynd um hvað hanner stórkostlegur, og veltir sér upp úr mistökum.
Lagið er samið á ukulele og rödd, og síðan unnið í Reason hljóðvinnsluforritinu.
Hér má hlusta á lagið á Spotify:
Lagið er jafnframt komið á spilunarlista Skapandi Tónlistar