Flautur um allan bæ
13.12.2022
Flautur um allan bæ
Aðventan er góður tími til að njóta tónlistar og nemendur tónlistarskólans hafa svo sannarlega ekki látið sitt eftir liggja að gleðja fólk með fallegri jólatónlist.
Flautunemendur hafa gerst víðförlir og sl. föstudag heimsóttu nokkur þeirra íbúa Lögmannshlíðar við góðar undirtektir en það er partur af samstarfsverkefni sem hefur fengið nafnið TÓNAHLÍÐ.
Á laugardaginn heimsótti síðan annar hópur flautunemenda Minjasafnið á Akureyri og lék þar nokkur jólalög við góðan orðstír fyrir gesti safnsins.
Hér fyrir neðan má sjá myndir bæði frá Lögmannshlíð og Minjasafninu.