Fara í efni

Flautukórinn á Barnamenningarhátíð í RKV

Flautukórinn á Barnamenningarhátíð í RKV

Þessi flotti hópur, flautukór Tónlistarskóla Kópavogs og Tónlistarskóla Akureyrar, hélt tónleika á Barnamenningarhátíð Reykjavíkurborgar laugardaginn 27. apríl sl. Tónleikarnir báru yfirskriftina: Dýrin mín stór og smá, leikin var tónlist tengd dýrum og sögumaður leiddi áhorfendur í gegnum efnisskránna og sagði sögur af stórum og smáum dýrum. Tónleikunum var afar vel tekið og lærdómsríkt fyrir alla að æfa og spila saman.

Petrea Óskarsdóttir er stjórnandi Flautukórs Tonak og Pamela De Sensi er stjórnandi flautukórs TonoKóp

Akureyringarnir létu þessa tónleika ekki nægja heldur fóru á Hrafnistu DAS í Hafnarfirði og héldu tónleika sem vöktu mjög mikla hrifningu.

Tónlistarhúsið Harpa var heimsótt og Lára Sóley Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri SÍ tók á móti hópnum og sagði frá starfsemi hljómsveitarinnar. Tónleikarnir Ungir einleikarar voru að hefjast og fékk hópurinn að fylgjast með hljóðfæraleikurum undirbúa sig baksviðs fyrir tónleikana. Öllum var svo boðið á tónleikana sem var mjög mikil upplifun.