Færeyjarferð í uppsiglingu
Færeyjarferð í uppsiglingu
Núna er loksins komið að því sem margir nemendur blásaradeildar hafa beðið eftir með mikilli eftirvæntingu, hljómsveitarferð grunnsveitar og stórsveitar Tónlistarskólans á Akureyri til Færeyja.
Lagt verður af stað um hádegi miðvikudaginn 18. maí og farið með rútum til Seyðisfjarðar. Þaðan verður farið með ferju til Þórshafnar í tæpri sólarhringssiglingu.
Helgina 20.-22. maí stendur yfir mikil og glæsileg tónlistarhátíð sem er einn af stærstu viðburðum ársins í eyjunum. Stórsveitin sem og grunnsveitin munu koma fram og spila lög eftir höfunda eins og James Rae, Charles Mingus og Dizzy Gillespie.
Báðar sveitirnar sem og foreldrar og foreldrafélög deilda Tónak hafa unnið hörðum höndum í vetur til að gera þessa ferð að veruleika og hefur gengið mjög vel. Komið verður til baka til Íslands aðfararnótt þriðjudagsins 24. maí.