Fara í efni

Færeyingar!!

Færeyingar!!

Föstudaginn 1. apríl kemur hingað til Akureyrar færeysk lúðrasveit. Planið er svo að nemendur úr Stórsveit Tónlistarskólans á Akureyri æfi með lúðrasveitinni og sveitin, þá skipuð um 100 hljóðfæraleikurum, spili svo á tónleikum í Hamraborg laugardaginn 2. apríl kl. 21:00. Þess má til gamans geta að fyrrum stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Bernharður Wilkinson, ætlar að taka að sé að stjórna þessari risasveit og fróðlegt verður að sjá hvernig til tekst.

Ástæðan fyrir komu færeyinganna er verkefni sem Tónlistarskólinn á Akureyri er að vinna í samstarfi við Tónlistarskóla Færeyja en í maí næstkomandi þá fara Stórsveit og Grunnsveit Tónlistarskólans á Akureyri í heimsókn til Færeyja til að spila á færeyskri tónlistarhátíð. Þar mun stórsveitin spila í Norræna húsinu í Þórshöfn með færeyskri jazz-sveit og grunnsveitin spilar svo með sambærilegri færeyskri sveit. 

Það eru allir velkomnir á tónleikana hérna í Hofi á laugardaginn sem eru í Hamraborg og hefjast kl. 21:00.

Frítt inn