Fara í efni

Dýrleif sest í helgan stein

Dýrleif sest í helgan stein

Dýrleif Bjarnadóttir píanókennari lauk störfum við Tónak á dögunum en þá hafði hún starfað við skólann í 44 ár.  Dýrleif hóf sjálf nám við tónlistarskólann á Akureyri árið 1951 þá aðeins 8 ára  gömul og gekk svo síðar til liðs við skólann sem kennari undir stjórn Jakobs Tryggvasonar.  Tónlistarskólinn á Akureyri hefur notið góðs af frábæru frumkvæði Dýrleifar í gegn um tíðina og kann starfsfólk skólans henni mikla þökk fyrir frábært samstarf síðustu áratugina.