Diana Sus heldur tónleika í Hofi sunnudaginn 14. Apríl.
Diana Sus heldur tónleika í Hofi sunnudaginn 14. Apríl.
Lettneska söngkonan, gítarleikarinn og lagasmiðurinn Diana Sus er nemandi á öðru ári í Skapandi Tónlist í Tónlistarskólanum á Akureyri. Tónlistarverkefnið hennar þetta árið er að halda þrenna tónleika. Hún hélt vel heppnaða jólatónleika í desember, skemmtilega tónleika með suður amerískri tónlist í mars, og svo mun hún halda stóra lokatónleika í MenningarHúsinu Hofi sunnudaginn 14. apríl.
Á tónleikunum mun Diana fá til liðs við sig félaga sína frá Lettlandi í kvennabandinu "White Fox Band". Einnig munu tónleikarnir verða teknir upp, bæði mynd og hljóð, af lettnesku tæknifólki.
Diana hefur hafið söfnun á Karolina Fund, til að standa straum af þeim kostnaði sem óneitanlega er við svona stórt verkefni. Þar er hægt að kaupa miða á tónleikana auk þess sem bolir, nudd, snakk og fleira er í boði.
Við hvetjum fólk til að kaupa miða á tónleikana og fleira skemmtilegt á síðunni.