Fara í efni

Dagur tónlistarskólans

Dagur tónlistarskólans

Dagur tónlistarskólans var haldinn hátíðlegur víðsvegar um bæinn og að Hvannavöllum laugardaginn 21. Febrúar.  Margt var um manninn í skólanum og var álit flestra að vel hefði tekist til.  Haldnir voru 7 tónleikar víðs vegar um bæinn og einnig var boðið upp á fjölmargar smiðjur í húsi skólans, t.a.m. trommuhringi,  andlitsmálun, þjálfun í öskudagslögunum, ungbarnasöng og keppni í Guitar hero svo eitthvað sé nefnt.  Foreldrafélögin buðu upp á kræsingar og kaffi og flestir nemendur skólans léku á tónleikum þennan dag á Hvannavöllum, í safnaðarheimilinu, í Te og Kaffi og í Brekkuskóla.  Meðal nýjunga þetta árið mátti nefna nýstofnaða sinfóníuhljómsveit skólans undir stjórn Michaels Clarke, fjöldaspil gítarnemenda undir stjórn Hallgríms Jónasar Ingvasonar, samstarf við Aðalstein Bergdal og fjölmennt að ógleymdri stórsveit tónlistarskólans og tangobandinu Liebertango undir stjórn Alberto Carmona.  Tangósveitin lék síðar um kvöldið á konudagstangónámskeiðinu í ketilhúsinu.    Tónlistarskólinn þakkar öllum sem tóku þátt í að gera þennan dag eftirminnilegan.