Dagur tónlistarskólanna
Dagur tónlistarskólanna
Tónlistarskólinn á Akureyri heldur dag tónlistarskólanna hátíðlegan laugardaginn 3. mars í Hofi.
Dagurinn hefst með forvalstónleikum Nótunnar í Hömrum kl 10 en þar keppa nemendur skólans um keppnisrétt í landshlutakeppninni sem fram fer þann 10. mars.
Kl 11 verður hljóðfærakynning í Hamraborg þar sem fram koma nemendur og kennarar skólans og kynna öll hljóðfæri sem kennt er á í tónlistarskólanum. Að lokinni hljóðfærakynningu, um kl 11:45, hefst ratleikur á þriðju hæð þar sem þátttakendur leysa þrautir og svara léttum spurningum. Í verðlaun eru tvö gjafakort í Tónastöðinni og ókeypis tónlistarnám á grunnstigi í eitt ár.
Kl 12:30 verða eldri nemendur með einleiksatriði í Hamraborg og kl 13: 30 verða yngri einleikarar og Suzukihópar í Hömrum.
Kl 14: 30 verða stórir hljómsveitartónleikar í Hamraborg þar sem fram koma strengjasveit 1 og 2, grunnsveit, blásarasveit, big-band, tangoband og slagverkshópar. Einnig koma forskóla- og tónæðisnemendur fram með strengjasveit 1.
Deginum lýkur svo með tónleikum í Hömrum kl 16 þar sem fram koma hljómsveitir sem leika rytmíska tónlist.