Fara í efni

Caput workshop!

Caput workshop!

Meðlimir Caput hópsins þeir Guðni Franzson klarinettuleikari, Sigurður Halldórsson sellóleikari og Daníel Þorsteinsson píanóleikari flytja tónlist sem tengist Íslandi og Skotlandi á tónleikum í Hömrum minni sal Hofs fimmtudagskvöldið 14. apríl kl. 20.

Að því tilefni verða þeir félagar með námskeið sama dag kl. 13.00-15.00 í Hömrum sem ætlað er kennurum og nemendum Tónlistarskólans á Akureyri. Á námskeiðinu ætla þeir félagar að fjalla um tækni- og túlkunarlega nálgun við nýja tónlist með dæmum úr efnisskrá kvöldinsins, en tónleikara fara fram kl. 20 í Hömrum á fimmtudagskvöldinu. Þannig munu þeir líka taka fyrir ákveðin atriði úr verkunum og skoða þau með tilliti til spuna. Að lokum flytja svo allir þátttakendur verkið "In C" eftir Terry Riley. Aðgangur að námskeiðinu er ókeypis því námskeiðið er liður í símenntunaráætlun Tónlistarskólans, en er einnig opið nemendum :)