Breytingar á skólastarfi
Breytingar á skólastarfi
Nýjar starfsreglur fyrir tónlistarskólann hafa verið mótaðar, út frá reglugerð menntamálaráðuneytisins:
Grímuskylda er fyrir alla nemendur nema þau sem eru í leikskóla eða í 1. til 4. bekk grunnskóla. Undantekning á grímuskyldu er gerð fyrir blásara- og söngnemendur en gæta þarf sérstaklega að fjarlægðarmörkum í þeim tilfellum.
Starfsfólk skólans þarf að nota grímu í samskiptum við nemendur, og ef ekki er hægt að halda 2 metra fjarlægð frá öðru starfsfólki. Blásara- og söngkennarar geta þó fjarlægt grímu í stutta stund til sýnikennslu.
Við minnum á að góð regla er að þvo/spritta hendur fyrir og eftir tíma.
Einkatímar eru leyfðir í húsnæði skólans í Hofi, ekki í grunnskólunum. Þau sem venjulega fá tíma í grunnskóla fá tíma í Hofi, kennarar munu hafa samband og hentuga tímasetningu með þeim.
Undirleikstímar eru leyfðir - líka hljómsveitarundirleikur í ritmískri deild.
Foreldrar mega ekki koma í húsnæði skólans nema það sé bráðnauðsynlegt vegna ungs aldurs nemanda, þroskaraskana eða einhverra takmarkana sem gera það að verkum að nemandi getur alls ekki komið einn í skólann. Þeir foreldrar eru beðnir um að setja sig í samband við viðkomandi kennara fyrir tíma, nota grímur og spritta/þvo hendur fyrir og eftir kennslustund.
Kennarar í Suzukideild hafa samband við foreldra í gegnum fjarfundarbúnað til þess að þeir geti fylgst með einkatíma.
Nemendum er heimilt að nota æfingaaðstöðu í skólanum ef aðeins er einn nemandi í hverju rými í hvert sinn. Hljómsveitaræfingar eru óheimilar sem og aðrar æfingar þar sem tveir eða fleiri koma saman.
Allt hljómsveitarstarf og samspil fellur niður.
Forskóli og hringekja falla niður.
Allir tónleikar falla niður.
Samsöngur, poppkór og ljóða- og óperudeild falla niður.
CVT verður kennt í fjarnámi.
Spunatímar fara fram í fyrirlestraformi í gegnum fjarfundarbúnað.
Bóklegar greinar verða kenndar í fjarkennslu (tónfræði, hljómfræði, tónheyrn, tónlistarsaga, jazzsaga, lífsleikni, lagasmíðar- og ljóðagerð, hljóðupptökutækni, skapandi hljóðvinnsla, og þess háttar). Kennarar munu hafa samband við sína nemendur varðandi nánari útfærslu á kennslutilhögun.
Nemendur sem lenda í sóttkví fá tíma í gengum fjarfundarbúnað. Kennarar sem eru í sóttkví kenna í gegnum fjarfundarbúnað.
Ef nemandi eða kennari er veikur felllur tími niður eins og venjulega.