Fara í efni

Borneo - Tónleikar

Borneo - Tónleikar

Borneo er frumflutningur á verkefni þar sem hljóðin úr regnskógi og lifandi tónlistarflutningur mynda eina heild.


Sumarið 2022 dvaldi Daniele Basini í mánuð á eyjunni Borneo (í austur Malasíu) í þeim tilgangi að taka upp hin ýmsu hljóð úr regnskógunum þar.
Hljóðin úr regnskóginum munu því næst blandast saman við frumsamda lifandi tónlist flutt af kammersveit.
Tónlistin og regnskógarhljóðin munu tvinnast saman í sameiginlegum hljóðheimi þar sem einnig verður rými fyrir spuna og rafræna hljóðeffekta.

Verkefnið er styrkt af Uppbyggingasjóði Norðurlands Eystra, Tónskáldasjóði RUV og STEF, Menningarsjóði Akureyrarbær og Listvinafélag Akureyrarkirkju

Daniele Basini: Gítar
Emil Þorri Emilsson: Slagverk
Kristján Edelstein: Rafgítar, hljóðvinnsla, önnur strengjahljóðfæri.
Marteinn Ingvason: Fiðla
Pamela de Sensi: Flautur
Petrea Óskarsdóttir: Flautur
Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir: Selló

Námsmenn fá góðan afslátt á tónleikana og eru hvattir til að mæta. Miðasala verður á staðnum og þarf bara að láta vita að viðkomandi sé námsmaður til að fá afsláttinn.

Miðaverð: 3500
Nemendur: 1500