Blásarasveit Tónlistarskólans í Óskalögum þjóðarinnar
Blásarasveit Tónlistarskólans í Óskalögum þjóðarinnar
Íslenskar skólalúðrasveitir fjölmenntu í Silfurberg í Hörpu sunnudaginn 17. nóvember með sannkallaða maraþontónleika. Þema tónleikanna er „óskalög” og höfðu hljómsveitirnar frjálsar hendur við að velja sér sín eigin óskalög til að flytja. Efniskráin var því fjölbreitt og skemmtileg. Tónleikarnir stóðu frá klukkan 11 til 19, og skipt var um hljómsveit á heila og hálfa tímanum. Fram komu samtals 14 lúðrasveitir víðs vegar af landinu, þar á meðal okkar frábæra blásarasveit, sem Sóley Björk Einarsdóttir stýrir. Hljómsveitin var að sjálfsögðu flottur fulltrúi okkar í höfuðborginni.
Samtök íslenskra skólalúðrasveita (SÍSL) stóðufyrir viðburðinum með það að markmiði að vekja athygli á starfi íslenskra skólalúðraveita, bæði út á við og ekki síst inn á við, þ.e. að gefa þeim sem eru í skólahljómsveit kost á að sjá og heyra í öðrum hljómsveitum.