Fara í efni

Birkir Blær sigraði í Söngkeppni Framhaldsskólanna

Birkir Blær sigraði í Söngkeppni Framhaldsskólanna

Söngkeppni framhaldsskólanna var haldin í íþróttahöllinni á Akranesi laugardagskvöldið 28. apríl.  Gengið hafði á ýmsu með keppnina og á tímabili leit út fyrir að engin keppni yrði í ár, en sem betur fer var keppnin haldin með glæsibrag, og send beint út á ríkissjónvarpinu.  Útsendingin er einnig á vef ruv og má horfa hér.  24 framhaldsskólar tóku þátt í keppninni.

Birkir Blær Óðinsson keppti fyrir hönd Menntaskólans á Akureyri og gerði sér lítið fyrir og sigraði keppnin með laginu "I put a spell on you".  Birkir Blær söng frábæra eigin útsetningu af laginu og spilaði á kassagítar.  Lagið var samið 1956 af "Screamin" Jay Hawkins, en útgáfa Birkis Blæs var meira byggð á útgáfu Ninu Simone frá 1965.  

Dómnefnd undir formennsku Einars Bárðarsonar valdi sig­ur­veg­ar­ann en í síma­kosn­ingu var það Val­dís Val­björns­dótt­ir úr Fjöl­brauta­skóla Norður­lands vestra sem fór með sig­ur af hólmi. Hún flutti lagið stone Cold eft­ir Demi Lovato.

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra afhenti Birki Blæ hljóðnemann, verðlauagripinn sem keppt er um, og sagði meðal annars "Tónlistarmenntun á landinu er í toppmálum".

Birkir Blær er nemandi við deildina Skapandi Tónlist hér í Tónlistarskólanum á Akureyri, og við óskum honum hjartanlega til hamingju með sigurinn.

Birkir Blær ásamt dómnefnd