Birkir Blær sigraði í Söngkeppni Framhaldsskólanna
Birkir Blær sigraði í Söngkeppni Framhaldsskólanna
Söngkeppni framhaldsskólanna var haldin í íþróttahöllinni á Akranesi laugardagskvöldið 28. apríl. Gengið hafði á ýmsu með keppnina og á tímabili leit út fyrir að engin keppni yrði í ár, en sem betur fer var keppnin haldin með glæsibrag, og send beint út á ríkissjónvarpinu. Útsendingin er einnig á vef ruv og má horfa hér. 24 framhaldsskólar tóku þátt í keppninni.
Birkir Blær Óðinsson keppti fyrir hönd Menntaskólans á Akureyri og gerði sér lítið fyrir og sigraði keppnin með laginu "I put a spell on you". Birkir Blær söng frábæra eigin útsetningu af laginu og spilaði á kassagítar. Lagið var samið 1956 af "Screamin" Jay Hawkins, en útgáfa Birkis Blæs var meira byggð á útgáfu Ninu Simone frá 1965.
Dómnefnd undir formennsku Einars Bárðarsonar valdi sigurvegarann en í símakosningu var það Valdís Valbjörnsdóttir úr Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra sem fór með sigur af hólmi. Hún flutti lagið stone Cold eftir Demi Lovato.
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra afhenti Birki Blæ hljóðnemann, verðlauagripinn sem keppt er um, og sagði meðal annars "Tónlistarmenntun á landinu er í toppmálum".
Birkir Blær er nemandi við deildina Skapandi Tónlist hér í Tónlistarskólanum á Akureyri, og við óskum honum hjartanlega til hamingju með sigurinn.