Fara í efni

Bach og Beethoven

Bach og Beethoven

Ólafur Elíasson píanóleikari leikur prelódíur og fúgur eftir J.S. Bach úr „velstillta píanóinu“ og sónötu Op. 110 eftir L.V.Beethoven.


Ólafur var nemandi Rögnvaldar Sigurjónssonar píanóleikara á Íslandi en stundaði svo framhaldsnám fyrst í París hjá hinum heimsþekkta píanóleikara Vlado Perlemuter og síðar í Englandi, m.a. við konunglega tónlistarháskólann í London (Royal Academy of Music). Hann hefur komið fram í þekktum tónlistahúsum á borð við Wigmore Hall í London, Carnegie Hall í New York og Kennidy Center í Washington.
Undanfarin 6 ár hefur Ólafur leikið tónlist eftir J.S. Bach á vikulegum tónleikum í Dómkirkjunni í Reykjavík.

Tónleikarnir eru á vegum Tónlistarfélags Akureyrar.

MIðasala á mak.is og tix.is. 20% afsláttur fyrir félagsmenn í Tónlistarfélagi Akureyrar. Frítt fyrir 18 ára og yngri.

Styrktaraðilar eru Akureyarbær, Rannís og Menningarhúsið Hof.