Fara í efni

Auður með vel heppnað tónlistarspjall í Tónlistarskólanum

Auður með vel heppnað tónlistarspjall í Tónlistarskólanum

Fimmtudaginn 13. maí síðastliðinn kom tónlistarmaðurinn Auður og spjallaði við nemendur tónlistarskólans.  Spjallið tókst gríðarvel og voru nemendur mjög ánægðir með að fá innsýn í líf tónlistarmannsins, hvernig hann byrjaði í tónlist í Hafnarfirði, nám hans í FÍH, hvernig hann semur lög, starf hans með öðrum tónlistarmönnum, eins og Flóna, Stuðmönnum og Mezzoforte, og framtíðarplönin.  Þetta var uppbyggjandi kvöldstund og mjög gaman fyrir nemendur að því að fá að heyra í einum allra vinsælasta tónlistarmanni þjóðarinnar, og spyrja hann spjörunum úr.

Auður

 

Auður

Myndir: Phil Doyle