Atli að gera það gott í LA
06.01.2010
Atli að gera það gott í LA
Atli Örvarsson, Akureyringur og fyrrverandi nemandi Tónlistarskólans, er að gera það gott í Los Angeles sem
kvikmyndatónskáld. Diskur með tónlist Atla við myndina The Fourth Kind er gefinn út m.a. á i-tunes, Amazon og
víðar. Atli lærði á trompet í Tónlistarskólanum á Akureyri hjá Atla Guðlaugssyni og Roari Kvam. Atli
fór í Berklee College of Music og síðan til North Carolina að læra kvikmyndatónlist. Eftir nám fékk
hann lærlingsstöðu hjá Mike Post og Atli kom seinna að því að vinna að þáttum eins og Law and Order. Atli samdi
tónlistina við Stuart Little 3, Vantage Point með Dennis Quaid í aðalhlutverki, Babylon A.D. með Vin Diezel og núna síðast
áðurnefnd The Fourth Kind með Millu Jovovich í aðalhlutverki. Hann er að vinna með teymi Hanz Zimmer og kom að tónlistinni í Simpson
bíómyndinni og Pirates of the Caribbean -The Curse of the Black Pearl. Næsta verkefni Atla er að semja tónlist við Karate Kid 3.