Ásdís Arnardóttir bæjarlistarmaður Akureyrar
Ásdís Arnardóttir bæjarlistarmaður Akureyrar
Bæjarlistamaður Akureyrar árið 2020 er Ásdís Arnardóttir sellóleikari.
Ásdís er fædd árið 1967. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1987 og stundaði tónlistarnám við Tónlistarskólana í Reykjavík og á Seltjarnarnesi en hélt síðan utan til náms, fyrst til Barcelona en síðan til Boston, þaðan sem hún lauk mastersgráðu árið 1995.
Undanfarin fjórtán ár hefur hún búið og starfað á Norðurlandi. Hún kennir á selló, kontrabassa, stjórnar strengjasveitum og hefur umsjón með kammertónlist, bæí hér í Tónlistarskólanum á Akureyri, og við Tónlistarskóla Eyjafjarðar.
„Hún hefur verið leiðandi sellóleikari í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands þennan tíma. Auk þess hefur hún tekið þátt í fjölmörgum viðburðum, eins og Kirkjulistaviku í Akureyrarkirkju, Barokksmiðju Hólastiftis, Sumartónleikum á Hólum og verkefninu Norðlenskar konur í tónlist svo eitthvað sé nefnt. Á starfslaunatímabilinu hyggst Ásdís meðal annars minnast þess að 250 ár eru liðin frá fæðingu tónskáldsins Ludwigs van Beethoven, þá ætlar hún einnig að spila fyrir yngri jafnt sem eldri íbúa bæjarins."
Við hérna í Tónlistarskólanum erum gríðarlega hamingjusöm með þetta val og óskum Ásdísi innilega til hamingju.