Allt að detta í gang!
13.01.2011
Allt að detta í gang!
Nú á nýju ári er nánast allt að verða komið í samt horf í Tónlistarskólanum og nemendur farnir að stunda sitt nám
af kappi eftir góða hvíld í jólafríinu. Grunnsveit Tónak
hefur æfingar miðvikudaginn næstkomandi og í vikunni þar á eftir byrjar Stórsveitin sem og nýstofnuð byrjendasveit æfingar fyrir
Færeyjaferð sem farin verður í vor!
Þriðjudagstónleikar hefjast svo aftur 18. janúar en nú með nýju sniði því í stað nemenda úr öllum mögulegum
deildum skólans koma nú fram nemendur 2-3 kennara í senn og ætla Risto(píanó), Halli Gulli(trommur) og Vaclav(harmonikka) að ríða á
vaðið.