Fara í efni

Ágúst í söngvakeppninni

Ágúst í söngvakeppninni

Við í Tónlistarskólanum erum alltaf stolt af því þegar nemendum gengur vel og nú er heldur betur veisla þar sem einn þeirra er kominn í úrslit í Söngvakeppni Sjónvarpsins! Ágúst Þór Brynjarsson hóf nám við Skapandi deild Tónlistarskólans síðastliðið haust þar sem hann leggur aðaláherslu á lagasmíðar og söngnám. Við hlökkum til að fylgjast með næstkomandi laugardagskvöld og segjum Áfram Ágúst!

Hér má heyra lagið sem Ágúst flytur á laugardagskvöldið og hér er slóð á stuðningsmannsíðu Ágústs á facebook.

Síðan er bara að hringja á laugardagskvöldið og koma Ágústi alla leið

900-9901