Aðalfundur NefTonak
Aðalfundur NefTonak
Nemendafélag Tónlistarskólans á Akureyri hefur legið í dvala um nokkurn tíma en nú er áhugi fyrir að endurvekja félagið. Það er því boðað til aðalfundar sunnudaginn 5. febrúar kl. 15:00 á bókasafni skólans (á 3. hæð í Hofi).
Samkvæmt reglum Neftónak er tilgangur félagsins meðal annars að efla félagslíf og samstöðu nemenda í skólanum og mun félagið standa fyrir viðburðum útvega afslætti og sitt hvað fleira þannig að allir áhugasamir eru hvattir til að mæta og koma með hugmyndir fyrir stjórn að vinna með áfram.
Megintilgangur fundarins er að kjósa nýja þriggja manna stjórn svo hægt sé að skila inn skráningu á raunverulegum eigendum félagsins og koma þannig í veg fyrir að félagið verði leyst upp. Allir nemendur tónlistarskólans geta gengið í félagið og verður hægt að skrá sig á staðnum en í framhaldinu verður boðað til fundar með betri fyrirvara þegar stjórn verður búin að ráða ráðum sínum um framhaldið.
Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til starfa í stjórn nemendafélagsins eru því sérstaklega hvattir til að mæta og gefa kost á sér.
Hlökkum til að sjá sem flest á sunnudaginn
Lydía Rós, Særún Elma og Soffía