Fara í efni

9 skólatónleikar Tónlistarfélags Akureyrar

9 skólatónleikar Tónlistarfélags Akureyrar

 
Það er mikið gleðiefni að þessa dagana stendur Tónlistarfélag Akureyrar fyrir níu skólatónleikum í Hamraborg fyrir börn Akureyrar. Þar leika meðlimir úr Sinfóníuhljómsveit Norðurlands verk Snorra Sigfúsar Birgissonar Stúlkan í turninum við sögu Jónasar Hallgrímssonar. Sögumaður er tónskáldið sjálft.
 
Frá því er skemmst að segja að höfuðpaurinn á bak við hið mikla tónlistargrettistak, í gegnum súrar sóttvarnir og sætar, er Ásdís Arnardóttir, selló- og kontrabassakennari við Tónlistarskólann á Akureyri, en hún er bæjarlistamaður Akureyrar í vetur. Átta aðrir kennarar Tónó leika á tónleikunum og er óhætt að segja að skólinn sé stoltur af sínu fólki, og glaður yfir hinni lifandi tónlist sem hér býðst krökkunum í bænum.