8 framhaldsprófstónleikar nemenda tónlistarskólans
26.05.2020
8 framhaldsprófstónleikar nemenda tónlistarskólans
Nú í vor ljúka 8 nemendur framhaldsprófi frá Tónlistarskólanum á Akureyri og býður skólinn því til mikillar tónleikaveislu næstu daga þar sem boðið verður upp á fjölbreytta efnisskrá.
Rán Ringsted söngkona ríður á vaðið og heldur tónleika ásamt hljómsveit í Blackboxi (sviðinu í Hamraborg) ásamt hljómsveit miðvikudaginn 27. maí kl 18. Þema tónleikanna verður tengt konum í tónlist en aðeins verða flutt lög sem samin hafa verið og/eða gerð fræg af konum.
Föstudaginn 29. maí kl 18 er röðin komin að Diljá Finnsdóttur fiðluleikara sem heldur sína tónleika í Hömrum og flytur verk eftir Telemann, Jórunni Viðar, Shostakovich og fleiri.
Laugardaginn 30. maí verður skólinn með tvenna tónleika í Akureyrarkirkju. Kl 16 mun Sigurlína Rut Jónsdóttir flytja tónlist eftir Darius Milhaud, J.S. Bach, Ian Clarke og Jacques Castéréde. Kl 18 er röðin svo komin að Sólrúnu Svövu Kjartansdóttur fiðluleikara en á hennar efnisskrá eru verk eftir Bach, Mozart, Jón Nordal, Massenet, Shostakovich og fleiri.
Á annan í hvítasunnu, 1. júní, verða þrennir tónleikar í Hömrum. Þórhildur Hólmgeirsdóttir píanóleikari er fyrst kl 14 og leikur verk eftir Bach, Beethoven, Shostakovich, Rachmaninoff og Chopin. Kl 16 er röðin komin að Helgu Maríu Guðmundsdóttur sellóleikara sem spilar músík eftir Bach, Schumann, Schostakovich, Jón Nordal og fleiri. Síðastur í þessu tónleikamarþoni er Böðvar Ingi H. Geirfinnsson barítónsöngvari sem býður okkur upp á efnisskrá sem samanstendur af verkum eftir Schubert, Mozart, Gounod, Vaughan-Williams og fleiri.
Björn Helgi Björnsson heldur síðustu tónleika skólaársins í Hamraborg laugardaginn 6. júní kl 14. Hann leikur verk efir Bach, Schumann, Brahms, Chopin, Rachmaninoff og Scriabin.
Ókeypis er á alla tónleikana