50% afsláttur fyrir nemendur tónlistarskólans á píanótónleika
50% afsláttur fyrir nemendur tónlistarskólans á píanótónleika
24 myndir - Hjörtur Ingvi Jóhannsson píanóleikari.
Talan 24 kemur víða fyrir, bæði í tónlist og annars staðar. Það eru 24 tímar í sólahringnum, en það eru einnig 24 tóntegundir, ef taldar eru bæði dúr og moll. Þannig hafa tónskáld eins og Bach, Chopin og Rachmaninov samið prelúdíur (og fúgur í tilviki Bachs) í öllum 24 tóntegundunum. Þá hafa djasspíanistar eins og Keith Jarrett haldið spunatónleika, þar sem hann leikur einn á píanóið músík sem verður til á staðnum.
24 myndir eru píanótónleikar þar sem Hjörtur spinnur á staðnum stuttar tónsmíðar úr öllum 24 tóntegundum á píanó í ákveðinni röð, þar sem þessar tvær hefðir mætast. Lögð er áhersla að tæma hugann á undan, þannig að tónlistin verði til á staðnum en byggist ekki á áður ákveðinni áætlun. Tónleikarnir fara fram í Hofi 14. september kl. 13:00
Hjörtur Ingvi Jóhannsson er fæddur 1987 og er e.t.v. best þekktur sem hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Hjaltalín. Hann er virkur píanóleikari, tónskáld og útsetjari, auk þess að kenna á píanó við Menntaskólann í Tónlist. Þá hefur hann unnið í leikhúsinu, en hann er nú tónlistarstjóri í Ronju Ræningjadóttur í Þjóðleikhúsinu. Hjörtur lærði djasspíanóleik í Konservatoríunni í Amsterdam, þaðan sem hann útskrifaðist 2015.
Fullt verð á tónleikana er kr. 2.000 en nemendur fá 50% afslátt. Nemendur skulu hafa samband við miðasölu MAk í Hofi.
Þetta verkefni er styrkt af launasjóði tónlistarflytjenda.