2 nýjar plötur frá nemendum í Skapandi tónlist
2 nýjar plötur frá nemendum í Skapandi tónlist
Nemendur í Skapandi tónlist voru duglegir við útgáfu í jólafríinu en tvær plötur með nemendum komu út á meðan við hin hámuðum í okkur reikt kjöt og súkkulaði.
Hljómsveitin TOR, sem skipuð er þeim Þorsteini Jakobi Klemenzsyni og Þormari Erni Guðmundssyni, gaf út plötuna Tómleikar, en áður höfðu þeir sent frá sér tvær smáskífur. Platan er verkefni Þorsteins í Skapandi tónlist á þessu ári. Strákarnir tóku upp fullt af lögum og völdu síðan átta bestu lögin á plötuna. Upptökur fóru fram á heimavist MA og VMA, stúdíóaðstöðu sem þeir félagar hafa á Dalvík, og í hljóðveri Tónlistarskólans hér í Hofi.
Platan ber svo heitið Tómleikar, sem er leikur með orðin tónleikar og tómleiki, en þeir ákváðu nafnið, og að lokalagið héti þetta líka, löngu áður en upptökur byrjuðu,
Söngkonan Rán Ringsted, sem í fyrra útskrifaðist úr rytmískum söng hér úr Tónó syngur með þeim í laginu Haltu mér, slepptu mér, og listakonan Arna Beth berði listaverkið á umslagi plötunnar.
Miomantis sendi líka frá sér nýja plötu í jólafríinu. Platan nefnis BLEAK.
Miomantis er hugarfóstur Davíðs Mána, og er tónlistarverkefni hans í Skapandi tónlist þetta árið. Davíð Máni er mjög opin varðandi baráttu sína við fíkniefni og er platan samin á tíma þar sem hann átti í erfiðleikum í þeirri baráttu. Davíð lýsir fyrri hluta plötunar sem sjálfshatri og fullri notkun, en að seinni hluti plötunnar fjalli meira um þann innri frið sem fylgir því að sigrast á fíkninni og losa sig við hana. Vinnsla plötunnar hjálpaði honum mjög í þeirri baráttu, og segir hann að platan hafi gert hann að betri manneskju.
Hljómur plötunnar er hrár og grófur, sem hentar umfjöllunarefninu afar vel. Platan inniheldur nokkuð fjölbreytta tónlist, en gítardrifið rokk annars vegar, og raftónlist hins vegar eru þó mest áberandi.
Lög af báðum þessum plötum eru að sjálfsögðu komin á spilunarlista Skapandi tónlistar